Forsíða

Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2015

Forinnritun lokið – Unnið úr umsóknum
Innritun 10. bekkinga í framhaldsskóla lauk á miðnætti þann 10. júní sl. Nú er verið að vinna í umsóknum og koma öllum nemendum í skóla. Niðurstöður liggja fyrir í fyrsta lagi nk. föstudag eða eftir þá helgi, 22.-23. júní. Við gerum okkur grein fyrir að nemendur eru óþreyjufullir, en biðjum ykkur að sína biðlund, þetta tekur allt sinn tíma. Þið getið fylgst með stöðu umsókna á Menntagáttinni, en einnig munum við setja inn tilkynningu á Facebook þegar niðurstöðurnar verða birtar.

Sótt er um með því að smella á hnappinn hér til hliðar „sækja um í framhaldsskóla“ og svo „ný umsókn“. Umsækjandi þarf að hafa Íslykil til að komast inn í umsóknina. Sótt er um hann á www.island.is og er hægt að velja um að fá hann sendan í heimabanka innan fárra mínútna eða á lögheimili, sem tekur 2-5 daga.

Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla
Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa.

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 550 2400 eða með því að senda tölvupóst á netfangið innritun@namsmat.is