Forsíða

Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2015.

Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2015. Opið fyrir umsóknir dagana 1.-30. nóvember.
Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2015 verður dagana 1.-30. nóvember. Hver skóli ákveður þó lengd innritunartímabils síns skóla og er það í sumum tilfellum lengra en sameiginlegt tímabil skólanna. Upplýsingar um innritunartímabil hvers skóla má sjá undir flipanum „yfirlit skóla“ þegar komið er inn í umsókn. Sótt er um með því að smella á hnappinn hér til hliðar „sækja um í framhaldsskóla“ og svo „ný umsókn“. Umsækjandi þarf að hafa Íslykil til að komast inn í umsóknina. Sótt er um hann á www.island.is aog er hægt að velja um að fá hann sendan í heimabanka innan fárra mínútna eða á lögheimili, sem tekur 2-5 daga.

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 550 2400 eða með því að senda tölvupóst á netfangið innritun@namsmat.is

Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla
Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa.

Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 550 2400 eða með því að senda tölvupóst á netfangið innritun@namsmat.is

Hér að neðan er að finna kynningarglærur fyrir nemendur og foreldra með ýmsum gagnlegum upplýsingum varðandi námsframboð hjá framhaldsskólum, umsóknarferlinu þegar sótt er um skólavist, brotthvarf úr framhaldsskólum o.fl.

Foreldrakynning 2013-14
Framhaldskólakynning 2013-14